Önnur námskeið

Vorið 2025 – næstu námskeið
Orlof 12.maí 2025 – Zoom
Fjártækni & bókhald“
- Nýlokin :
- 30. apríl 2025„Á námskeiðinu mun Guðrún Björg Bragadóttir, verkefnastjóri hjá KPMG, fara yfir skattlagningu dánarbúa og fjalla almennt um erfðafjármál. Fjallað verður um erfðarétt, erfðafjárskatt, skattskil dánarbúa og áhrif tekna á lífeyrisgreiðslur frá TR“.Námskeiðið verður haldið 30. april.n.k. kl. 9:00-10:30 á Zoom.Verð er kr 8.000 fyrir félagsmenn og 12.000 fyrir utanfélagsmenn
–
- –
- 6. maí 2025 Björn Berg býður upp á framhaldsnámskeið í lífeyrismálum. Björn var með erinidi á vorráðstefnu Fagfélags bókara og bókhaldsstofa, sem var vel tekið. Félagsmenn hafa óskað ítarlegri upplýsingum. Skráningarhlekkur, staðsetning og tími kemur síðar.
- Námskið fært til 7. apríl 2025 – 28. mars 2025 kl. 09:00-11:00 Notkun gervigreindar í reikningsskilum og endurskoðun á vegum FLE. Á námskeiðinu mun Dr. Joachim Elmegaard fjalla um sjálfvirknivæðingu og notkun gervigreindar í reikningsskilum og endurskoðun. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Joachim er með doktorsgráðu frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS) og meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Unversity of Southern Denmark. Hann býr að langri reynslu þegar kemur að ráðgjöf, endurskoðun og bankastarfsemi og hefur m.a. starfað hjá bæði PwC og Deloitte og verið gestafræðimaður við Stanford háskóla í Bandaríkjunum. Joachim er stofnandi félagsins Captier en það er upplýsingatæknifyrirtæki sem þróar hugbúnað fyrir lítil og meðalstór endurskoðunarfyrirtæki til að bæta þjónustu við viðskiptavini með hágæða stafrænum lausnum.
Námskeiðið gefur 2 einingar, eina í flokknum endurskoðun og eina í flokknum reikningsskil og fjármál. Verðið er 16.000 krónur fyrir félagsmenn FLE og starfsmenn endurskoðunarstofa en 20.000 fyrir aðra.
- 03. apríl 2024 kl. 09:00-11:00 Námskeið í AML í samstarfi við KPMG. Samkvæmt áhættumati eigins reksturs þá eiga starfsmenn að hljóta endurþjálfun á minnsta kosti 12.mánaðar fresti. Sjá Viðauka II 6.2 (bls.30 í Áhættumatinu).
Við hjá FVB og FBO ætlum að hafa sameiginlegt námskeið í AML í samstarfi við KPMG, eins og við gerðum á síðasta ári. Námskeiðið er haldið á Teams fimmtudaginn 3.apríl frá klukkan 9-11. Námskeiðið kostar kr.12.000.
Ef þið hafið einhverjar spurningar sem þið viljið fá svör við þá vinsamlegast sendið póst á fvb@fvb.is eða fbo@fbo.is fyrir 28.mars nk. Björg Anna Kristinsdóttir mun vera til svara.
Félag viðurkenndra bókara og Fagfélag bókara og bókhaldstofa
Frekari upplýsingar á heimasíðu skattsins: https://www.skatturinn.is/fagadilar/peningathvaetti/tilkynningarskyldir-adilar/skyldur-tilkynningarskyldra-adila