
Verður haldinn föstudaginn 14. mars 2024 á Nauthól
Samkvæmt 18. grein samþykkta Félags bókhaldsstofa skal halda aðalfund eigi síðar en í apríl ár hvert. Skal boðað til hans með bréfi og/eða tölvupósti með 14 daga fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.
Stjórn boðar hér með til aðalfundar Félags bókhaldsstofa föstudaginn 14. mars 2025 kl: 16:00 á Nauthól í Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
1. Kosning fundarstjóra og fundaritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Lagður fram áritaður ársreikningur af skoðunarmanni félagsins til afgreiðslu.
4. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins, ef um þær er að ræða.
5. Kosning formanns.
6. Kosning meðstjórnenda.
7.Kosning tveggja varamanna í stjórn, þ.e. 1. og 2. varamanns.
8. Kosning skoðunarmanns reikninga og annars til vara.
9. Tillaga stjórnar um félagsgjöld og inntökugjald næsta reikningsár.
10. Önnur mál.
Með aðalfundarboðinu fylgja tillögur stjórnar að breytingum á samþykktum.
Fyrir hönd stjórnar Félags Bókhaldsstofa:
Inga Jóna Óskarsdóttir, formaður
Hrefna Díana Viðarsdóttir, varaformaður
Styrmir M. Ólafsson, gjaldkeri
Jóhanna María Einarsdóttir, meðstjórnandi
Jónas Yngvi Ásgrímsson, ritari
Breytingartillaga á samþykktum Félag bókhaldsstofa
Stjórn Félag Bókhaldsstofa leggur hér með fram eftirfarandi breytingartillögu á samþykktum félagsins. Breytingartillagan er á 1. gr. samþykkta, sem er nafn félagsins. Lagt er til að breyta nafni félagsins, opið er fyrir tillögur að nýju nafni félagsins, óskast þær sendar á netfangið fbo@fbo.is
Undanfari breytingartillögu þessar markast af vinnu stjórnar að gera félagið aðgengilegra og æskilegra fyrir breytta stefnu félagsins. Ásamt því að nafn félagsins sé lýsandi fyrir breyttar áherslur þess.
Tilgangur breytingar á nafni félagsins er vegna fyrri breytinga á samþykktum félagsins þar sem félagið var opnað fyrir aðila sem starfa við bókhald en eru ekki að reka bókhaldsstofu en eru fagaðilar.
Eftirfarandi tillögur hafa nú þegar borist:
• Fagfélag bókhaldsstofa og bókara.
• Fagfélag bókara og bókhaldsstofa.
• Fagfélag bókara.
• Óbreytt nafn, Félag Bókhaldsstofa
Verði breytingartillagan samþykkt fellur það á nýja stjórn að uppfæra merki félagsins til að samræma það við breytt nafn félagsins. Auk þess fellur það í hlut viðtakandi stjórnar að kynna nýtt nafn fyrir félagsmönnum og haghöfum.
Skráning hér