Vorráðstefnu og aðalfundi félagsins er nú lokið þetta árið og fór vel fram.
Vorráðstefna
Við fengum marga góða gesti sem fræddu okkur um lífeyrismál, úrskurði og dóma, ársreikninga, rafræna reikningagerð, flutning gagna, rafrænt 5.02, miðaskil og „innri vef“ félagsins. Við fórum heim með fullan hug að upplýsingum og spennt fyrir að reyna á nýja hluti.
Aðalfundur
Nýir stjórnarmeðlimir eru: Freyr Björnsson og Harpa Þráinsdóttir. Varamenn: Elísa Berglind og Skúli Waldorf.
Nýir í samskipta- og siðanefnd: Jóhanna María og Styrmir.
Áður höfðu varamennirnir Hrefna Díana og Jóna Fanney verið kallaðar inn í stjórn til að taka sæti Rannveigar Lenu og Jónasar.
Áfram situr formaður félagsins Inga Jóna. en hún var kosin til tveggja ára.
Þá var mikilvægt málefni á dagskrá: kosning um nýtt nafn félagsins.
Það sem rak félagið í þær aðgerðir var fyrri ákvörðun félagsins að opna það fyrir bókurum almennt. Þá þurfti nafnið að vera meira lýsandi til að ná utan nýja félagsmenn.
Umræður og kosning fór friðsamlega og málefnalega fram og var meirihluti sáttur við nafnið:
Fagfélag bókara og bókhaldsstofa
Stjórnin óskar okkur öllum til hamingju með nýtt nafn félagsins og hlakkar til að starfa fyrir félagið á komandi ári.