Forsíða
NÝJUSTU FRÉTTIR
Þekking bókarans 06. október 2023.
04.10.2023


Góðan daginn kæru félagar
Félag bókhaldsstofa og Félag viðurkenndra bókara hafa ákveðið að taka höndum saman og halda fræðsludag fyrir bókara:
Þekking bókarans þann 6.október næstkomandi.
Við höfum fengið til liðs við okkur nokkuð mörg fyrirtæki, sem sérhæfa sig í því sem tengist bókhaldi, til að kynna fyrir okkur helstu verkfæri og vörur sem við bókarar getum nýtt okkur í starfi. Viðburðurinn verður haldið í húsnæði Hótel Reykjavik Natura, Nauthólsvegi 52,101 Reykjavík.
Veitingarstaðurinn satt býður ráðstefnugestum upp 15% afslátt af hádegisverðarhlaðborðinu þeirra, hefðbundið verð er 4.900 kr á mann
Skráning á hádegisverðarhlaðborðið verður að hafa borist fyrir 30.september
Það verða vinnustofur þar sem hver fyrirtæki hefur um 25 mínútur til að kynna sína vöru.
Ætlunin er að flest erindi verði flutt tvisvar, að minnsta kosti, frá kl.9-16 .
Einnig verða nokkur fyrirtæki sem hafa “bása” á miðrými til kynna vörur sínar.
Þeir sem hafa tilkynnt komu sína eru m.a.; Boðleið,Regla, Curio Time, Advania, Kelda Unimaze, Uniconta,Netbokhald, Stólpi....

Verð er kr. 4.000, en fyrir utanfélagsmenn kr. 6.000.
Skráning fer fram á tölvupósti thekkingbokarans@gmail.com til 30.sept n.k. eða á skráningaforminu sem er á facebook
Það þarf að koma fram nafn og kennitala þáttakandans og ef það er annar greiðandi þá þarf að gefa um nafn og kennitölu greiðanda líka.
Munið eftir að skrá í hvaða félagið þið eruð, annars er rukkað fullt gjald, kröfur þurfa greiðast eigi síðar en 5.október. fyrir kl.21:00 – svo staðfesting á þátttöku hafi farið fram.
Dagur gefur 15 endurmenntunnarpunkta í báðum félögum.

Inntökuform:

https://forms.gle/zGX3MMxEa6tCHZ3Y6

https://forms.gle/mgTUjE4mEWSZcxmE8


Morgunverðarfundur FBO á ZOOM 19.april 2023
14.4.2023


Morgunverðarfundur FBO haldin á Zoom 19.apríl n.k.




Aðalfundur FBO haldin á hótel Kríunesi 21 april 20
14.4.2023
Samkvæmt 15. grein samþykkta Félags bókhaldsstofa skal halda aðalfund eigi síðar en í apríl ár hvert. Skal boðað til hans með bréfi og/eða tölvupósti með 14 daga fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.
Stjórn boðar hér með til aðalfundar Félags bókhaldsstofa föstudaginn 21. apríl 2023 kl: 16:00
Dagskrá fundarins:
1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Lagður fram áritaður ársreikningur af skoðunarmanni félagsins til afgreiðslu
4. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins
5. Kosning formanns
6. Kosning meðstjórnenda
7. Kosning tveggja varamanna í stjórn, þe. 1. og 2. varamanns
8. Kosning skoðunarmanns reikninga og annars til vara
9. 9.1 Erindi samskiptanefndar
9.2 Kosning samskiptanefndar samkvæmt 8 gr. siðareglna
10. Tillaga stjórnar um árstillag félagsmanna og inntökugjald næsta reikningsár
11. Önnur mál
Með fundarboðinu fylgja tillögur stjórnar

Skráning: 



Ráðstefna FBO verður haldið á Hótel Kríunesi 21 ap
14.4.2023



Ráðstefna Félag bókhaldsstofa verður haldin á hótel Kríunesi 21 apríl 2023
Dagskrá:
Föstudagur 21. apríl
kl. 9:00 Ráðstefna sett
kl. 9:10 Vala Valtýsdóttir, leigutekjur og Airbnb
kl. 10:10 Landssamtök lífeyrissjóða, breyting 1.jan.2023 Sólveig Hjaltadóttir
kl. 10:40 Kaffi
kl. 11:00 Ársreikningaskrá, Halldór Pálsson
kl. 12:00 Hádegismatur
kl. 13:00 Skatturinn, Haraldur Hansson
kl. 14:00 Virk, kynning á velvirk, Ingibjörg Loftsdóttir
kl. 14:30 Ársreikningar félagasamtaka, Inga Jóna
kl. 15:00 Kaffi
kl. 15:15 Unimaze, rafrænir reikningar, Benedikt Þorri Þórarinsson
kl. 16:00 Aðalfundur
Birt með fyrirvara að breytingar gætu orðið á dagskrá

Skráning:  á ráðstefnu








Finna bókara
María Þórsdóttir
Sími
5643515
Netfang
yd(hjá)yd.is
Sigfús Bjarnason
Sími
5112930
Netfang
sigfus(hjá)ibokhald.is