Áríðandi tilkynning
Skattadagatal desember
12.12.2018

Desember

17

Eindagi staðgreiðslu vegna nóvember

Eindagi fjársýsluskatts vegna nóvember

28

Kærufrestur vegna álagningar lögaðila rennur út

Gjalddagi úrvinnslugjalds fyrir september-október 2018

Heim  >  Fréttir  //  Skattadagatal febrúar 2018

FRÉTTIR

Skattadagatal febrúar 2018
15

Eindagi staðgreiðslu vegna janúar

Eindagi fjársýsluskatts vegna janúar

Eindagi bifreiðagjalda fyrir tímabilið janúar-júní 2018

Eindagi kílómetragjalds fyrir 2. gjaldtímabil 2017

21
Morgunverðarfundur á Granhótel kl 9:00

23
Vorráðstefna FB kl 11:00-16:00 

Aðalfundur kl 16:00

28

Síðasti dagur umsóknarfrests vegna umsókna um endurgreiðslu á staðgreiðslu.

Gjalddagi úrvinnslugjalds fyrir nóvember-desember 2017

Leita í fréttum Frá árinu: Leitarorð:
Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15  ... Næsta 
 • xx
  Leiðréttingar á VSK hætt á pappír
  12.12.2018
  Ríkisskattstjóri tilkynnir hér með að hann mun frá ðg með 1.janúar 2019 hætta móttöku leiðréttingaskýrslana á pappír sjá nána r hér 
 • xx
  Haustráðstefna Félags bókhaldsstofa
  7.11.2018
  Haustráðstefna Félags bókhaldsstofa var haldin á Hótel Örk í Hveragerði dagana 2. og 3. nóvember sl. Dagskráin var óvenju fjölbreytt og meðal annars var fjallað um undirbúning fjármálaráðuneytisins að fjárlögum næsta árs, námsmöguleika í skattarétti, kvaðir nýrra persónuverndarlaga, skatteftirlit og kulnun í starfi, svo eitthvað sé nefnt. Þá kynntu fulltrúar Félags löggiltra endurskoðenda og Samtök verslunar og þjónustu starfsemi sinna samtaka og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri kynnti heimabyggðina Hveragerði. Á föstudagskvöldinu var sameiginlegur kvöldverður þar sem sunnlenskur trúbador lék listir sínar. Ráðstefnan þótti heppnast með ágætum og fóru gestir miklu fróðari heim.
 • xx
  Morgunverðarfundur FB
  15.10.2018
  Morgunverðarfundur verður haldinn á Grand Hótel, miðvikudaginn  17.október 2018
 • xx
  Haustráðstefna Félags bókhaldsstofa
  2.10.2018
  Haustráðstefna FB verður haldin á Hótel Örk í Hveragerði 2 og 3 nóvember 2018 Dagskrá                                                       Skráningablað hér.   Föstudagur:   Kl.           10:00 Setning - kynning dagskrár - val ráðstefnustjóra. Formaður FBO       10:05 Ný lög um persónuvernd. Páll Ólafsson og Gunnar Jóhann Birgisson       11:35 Félag löggiltra endurskoðenda - kynning Sif Einarsdóttir frá Deloitte       12:00 Matarhlé         13:00 Ávarp bæjarstjóra Aldís Hafsteinsdóttir       13:30 Framtíðarbreytingar í skattamálum. Kynning frumvarpa Ingibjörg Helga Helgadóttir í fjármálaráðuneytinu       14:30 Samtök atvinnulífsins - kynning, umræða Þóranna K. Jónsdóttir       15:15 Kaffihlé         15:45 Erindi frá RSK Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir   Virðisaukaskattur, launagreiðendaskrá ofl.         19:00 Kvöldverður - kvöldvaka                 Laugardagur:         09:00 Innri mál FBO - málstofa með kaffihléi Stjórnandi: Sigurjón Bjarnason       10:30 Menntun á sviði skattaréttar Kristján Gunnar Valdimarsson       11:30 Starfsþjálfun bókara. Umsjón: Inga Jóna Óskarsdóttir       12:00 Matarhlé         13:00 Skatteftirlit - Lagafyrirmæli/framkvæmd. Sigurjón Bjarnason innleiðir umræðuna       14:00 Kulnun í starfi Eyþór Edvardsson frá Þekkingarmiðlun       15:30 Ráðstefnulok Formaður/ráðstefnustjóri
 • xx
  Morgunverðarfundur FB
  17.9.2018
  Morgunverðarfundur verður haldinn á Grand Hótel, miðvikudaginn  19.september 2018
 • xx
  Úrskurðir YSKN Duldar arðgreiðslur o.fl
  10.9.2018
  Hlekkur hér á : https://yskn.is/   Úrskurður nr. 113/2018  Dánarbætur  Kærandi, sem fékk greiddar bætur á grundvelli 6. gr. laga um félagslega aðstoð nr. 99/2007 vegna andláts maka á árinu 2014, hélt því fram að um greiðslu skattfrjálsra dánarbóta væri að ræða, sbr. 2. tölul. 28. gr. laga nr. 90/2003. Í úrskurði yfirskattanefndar var rakið að bætur samkvæmt 6. gr. laga nr. 99/2007 ættu rót sína að rekja til svonefndra ekkjubóta sem teknar voru upp á árinu 1946. Var gerð grein fyrir forsögu slíkra bóta og bent á að í löggjöf á sviði almannatrygginga hefði ávallt verið gerður greinarmunur á annars vegar dánarbótum vegna slysa og hins vegar hinni sérstöku tegund bóta vegna andláts maka sem upphaflega nefndist ekkjubætur. Í skattframkvæmd hefði óslitið og um langan aldur verið byggt á því að ekkju- og ekklabætur væru skattskyldar og féllu ekki undir undanþáguákvæði skattalaga vegna greiðslu dánarbóta. Var kröfum kæranda hafnað.  Úrskurður nr. 114/2018  Lánveiting einkahlutafélags til tengds aðila Duldar arðgreiðslur Álag Kærandi var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður X ehf. og eigandi alls hlutafjár í félaginu. Ríkisskattstjóri færði kæranda til tekna meintar óheimilar lánveitingar frá félaginu á árunum 2012, 2013 og 2014, en kærandi hélt því fram að greiðslurnar væru að verulegu leyti endurgjald fyrir fasteign erlendis sem kærandi hefði selt X ehf. á árinu 2012. Í úrskurði yfirskattanefndar var m.a. bent á að kærandi hefði eignfært fasteignina í skattframtölum sínum þau ár sem málið varðaði og að hvorki í bókhaldsgögnum né skattskilum X ehf. fyrir sömu ár kæmi neitt fram um að félagið hefði keypt fasteignina af kæranda. Þóttu skýringar kæranda á ástæðum þess að svo hefði til tekist ekki trúverðugar. Þá varð ekki séð að neinar meginbreytingar hefðu orðið á notkun fasteignarinnar í kjölfar hinna ætluðu viðskipta með hana. Þá var ekki fallist á með kæranda að skattleggja bæri tilteknar greiðslur X ehf. til hans á árinu 2013 sem arðgreiðslur þótt reikningslegt svigrúm hefði verið til arðsúthlutunar úr félaginu, enda hafði engin formleg ákvörðun um úthlutun arðs verið tekin á árinu 2013 í samræmi við lagareglur þar að lútandi og engin grein verið gerð fyrir meintri arðgreiðslu í ársreikningi og skattskilum X ehf. vegna þess árs. Var kröfum kæranda hafnað, þar með talið kröfu hans um niðurfellingu 25% álags  Úrskurður nr. 116/2018  Skattaleg heimilisfesti Skattrannsókn Málsmeðferð Í máli þessu sætti kæru úrskurður ríkisskattstjóra um skattalega heimilisfesti og skattskyldu kæranda þar sem ríkisskattstjóri taldi kæranda hafa borið fulla og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi árin 2007 til 2010 þrátt fyrir að hafa verið með skráð lögheimili á Máritaníu umrædd ár. Í úrskurði yfirskattanefndar kom fram að nauðsyn bæri ekki til sérstaks úrskurðar um heimilisfesti á grundvelli 2. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003 væri litið svo á að gjaldandi bæri skattskyldu samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna þrátt fyrir flutning úr landi, enda kæmi ekki til kasta þess ákvæðis nema óumdeilt væri – eða a.m.k. ekki gerður ágreiningur um – að gjaldandi hefði fellt niður heimilisfesti sitt hér á landi. Var fallist á með kæranda að breyting hefði orðið á forsendum ríkisskattstjóra við meðferð málsins sem hefði verið fallin til að tálma því að kærandi gæti neytt andmælaréttar síns. Þá var ekki talið að málið hefði verið rannsakað nægjanlega með tilliti til heimilisfestis kæranda og mögulegrar búsetu hans á Spáni á umræddu tímabili. Voru slíkir annmarkar taldir vera á ákvörðun ríkisskattstjóra og boðun hennar að fella bæri ákvörðunina úr gildi með öllu. 
Finna bókara
Ómar Eyjólfsson
Sími
4552500
Netfang
omar(hjá)hagsaeld.is
Sonja Kjartansdóttir
Sími
5885585
Netfang
skbokhald(hjá)simnet.is