Áríðandi tilkynning
Skattadagatal febrúar 2018
6.2.2018
15

Eindagi staðgreiðslu vegna janúar

Eindagi fjársýsluskatts vegna janúar

Eindagi bifreiðagjalda fyrir tímabilið janúar-júní 2018

Eindagi kílómetragjalds fyrir 2. gjaldtímabil 2017

21
Morgunverðarfundur á Granhótel kl 9:00

23
Vorráðstefna FB kl 11:00-16:00 

Aðalfundur kl 16:00

28

Síðasti dagur umsóknarfrests vegna umsókna um endurgreiðslu á staðgreiðslu.

Gjalddagi úrvinnslugjalds fyrir nóvember-desember 2017

Heim  >  Fréttir  //  Færsla bókhalds

FRÉTTIR

Færsla bókhalds

Færsla bókhalds


3.11.2017

Að gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri árétta að öllum bókhaldsskyldum aðilum ber að færa bókhald og haga færslum, bókhaldsbókum og reikningaskipan í samræmi við bókhaldslög. 

Skrá skal viðskipti svo fljótt sem verða má þegar reikningur eða bókhaldsskjal hefur verið útbúið og eigi síðar en slík gögn hefðu átt að liggja fyrir samkvæmt góðri viðskipta- og reikningsskilavenju. Færslur í bókhaldi skulu að jafnaði vera í réttri tímaröð og gefa rétta mynd af viðskiptunum þegar þau fóru fram.  Sérhver færsla í bókhaldi skal byggð á áreiðanlegum og fullnægjandi gögnum sem rekja má til viðskiptanna. 

Skattskyldir aðilar skulu haga bókhaldi sínu og uppgjöri til virðisaukaskatts þannig að skattyfirvöld geti jafnan gengið úr skugga um réttmæti virðisaukaskattsskila. Bókhald vegna virðisaukaskatts á að færa á skýran og aðgengilegan hátt. Í bókhaldinu verður að koma greinilega fram hverjar þær fjárhæðir eru sem skattskyldur aðili á að gefa upp á virðisaukaskattsskýrslu í lok hvers uppgjörstímabils. Skattskyldur aðili verður að færa bókhaldið fyrir hvert uppgjörstímabil áður en virðisaukaskattsskýrslu tímabilsins er send, enda byggir hún á bókhaldinu og gögnum þess. 

Leita í fréttum Frá árinu: Leitarorð:
Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15  ... Næsta 
 • xx
  Skattframtal 2018
  22.2.2018
  Skattframtal 2018 verður opnað 1. mars  Opnað verður fyrir skattframtal einstaklinga 1. mars nk. á þjónustusíðu RSK.  Frestur til að skila framtali er til og með 13. mars. 
 • xx
  Vorráðstefna Félags bókhaldsstofa
  15.2.2018
  Vorráðstefna FBO 23. febrúar 2018. og Aðalfundur FBO verða haldin á Grandhótel. Skráning hér. Dagskrá: 1.       Kl. 11.00-12.00: Yfirskattanefnd. Hlutverk og starfshættir. Júlíus Smári skrifstofustjóri. 2.       Kl. 12.00-13.00: Matarhlé  3.       Kl. 13.00-14.00: Skatteftirlit framtíðarinnar: Vilmar F. Sævarsson lögfræðingur hjá KPMG.  4.       kl. 14.00-14.15: Þekking bókarans – Kynningardagur 9. mars. Inga Jóna Óskarsdóttir. 5.       Kl. 14.15-14.30: Félag viðurkenndra bókara. Kynning formanns FVB.  6.       kl. 14.30-15.00: Ráðgjafarhlutverk bókarans. (Sigurður Sigurbjörnsson) . 7.       Kl. 15.00-15.45: Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu ofl. Kristinn Jónasson  hjá KPMG. 8.       Kl. 15.45-16.00: Kaffihlé 9.       Kl. 16.00: Aðalfundur FBO.  Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
 • xx
  Dagur Þekkingar
  7.2.2018
  Félag bókhaldsstofa og Félag viðurkenndra bókara hafa ákveðið að taka höndum saman og halda fræðsludag fyrir bókara: Þekking bókarans þann 9. mars næstkomandi.  Takið daginn frá, nánar auglýst síðar 
 • xx
  Vorráðstefna Félags bókhaldsstofa
  6.2.2018
  Vorráðstefna FB verður haldin á Grand hótel föstudaginn 23 febrúar 2017  kl. 11:00-16:00 . Aðalfundur verður haldinn kl 16:00 Takið daginn frá, dagskráin kemur fljótlega 
 • xx
  Tvísköttunarsamningur við Japan
  16.1.2018
  16. janúar 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Undirritun tvísköttunarsamnings við Japan   sjá nánar hér
 • xx
  Litla Íslands efnir til Smáþings, markaðsmál
  11.1.2018
  Litla Íslands efnir til Smáþings fimmtudaginn 1. febrúar 2018. Þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica kl. 15-16.30. Þar verða markaðsmál lítilla og meðalstórra fyrirtækja í kastljósinu. Hvernig á að ná í nýja viðskiptavini? Hvernig á að halda núverandi viðskipavinum? Hvað er að gerast á markaðnum? Tölur um umfang og mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja verða birtar á þinginu auk þess sem bent verður á leiðir til að bæta starfsumhverfið. Frumkvöðlar segja reynslusögur og fram fara umræður. Netagerð fer fram að loknum fundi með tónlist og tilheyrandi.   Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig.  Dagskrá verður birt fljótlega en hægt er að skrá þátttöku hér að neðan og tryggja sér þingsæti 1. febrúar. Litla Ísland er vettvangur þar sem lítil fyrirtæki vinna að stórum hagsmunamálum.  Bakhjarlar Litla Íslands eru SAF, SVÞ, SI, SFF og SA. Kynning á þjónustu samtakanna fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki verður fyrir og eftir Smáþing. Sjáumst!
Finna bókara
Hörður S. Erlingsson
Sími
5716388
Netfang
hordur(hjá)hsebokhald.is
Þórir Örn Ólafsson
Sími
6647333
Netfang
thorir(hjá)debet.is