Forsíða
NÝJUSTU FRÉTTIR
Færsla bókhalds
6.11.2017

Færsla bókhalds


3.11.2017

Að gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri árétta að öllum bókhaldsskyldum aðilum ber að færa bókhald og haga færslum, bókhaldsbókum og reikningaskipan í samræmi við bókhaldslög. 

Skrá skal viðskipti svo fljótt sem verða má þegar reikningur eða bókhaldsskjal hefur verið útbúið og eigi síðar en slík gögn hefðu átt að liggja fyrir samkvæmt góðri viðskipta- og reikningsskilavenju. Færslur í bókhaldi skulu að jafnaði vera í réttri tímaröð og gefa rétta mynd af viðskiptunum þegar þau fóru fram.  Sérhver færsla í bókhaldi skal byggð á áreiðanlegum og fullnægjandi gögnum sem rekja má til viðskiptanna. 

Skattskyldir aðilar skulu haga bókhaldi sínu og uppgjöri til virðisaukaskatts þannig að skattyfirvöld geti jafnan gengið úr skugga um réttmæti virðisaukaskattsskila. Bókhald vegna virðisaukaskatts á að færa á skýran og aðgengilegan hátt. Í bókhaldinu verður að koma greinilega fram hverjar þær fjárhæðir eru sem skattskyldur aðili á að gefa upp á virðisaukaskattsskýrslu í lok hvers uppgjörstímabils. Skattskyldur aðili verður að færa bókhaldið fyrir hvert uppgjörstímabil áður en virðisaukaskattsskýrslu tímabilsins er send, enda byggir hún á bókhaldinu og gögnum þess. 
Dagpeningar auglýsing 2/2017
1.11.201731. október 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands - auglýsing nr. 2/2017

  •  

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hér segir: 

1.    Gisting og fæði í einn sólarhring  

 kr.      26.200

2.    Gisting í einn sólarhring 

 "        15.000

3.    Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag 

 "        11.200

4.    Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag 

      5.600

4.    Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag 

 "          5.600

Dagpeningar þessir gilda frá og með 1. nóvember 2017. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 1/2017 dags. 23. maí 2017. 

Nefndin fer þess á leit við ráðuneyti og stofnanir að viðmiðunarfjárhæðir um greiðslur dagpeninga um gistingu og veitingar verði kynntar starfsfólki. 

Athygli er vakin á að meginreglan er að greiða skal kostnað vegna ferðalaga innanlands, s.s. fargjöld, fæði og gistingu, eftir reikningi. Viðmið ferðakostnaðarnefndar eru hámarksupphæðir vegna greiðslu slíkra reikninga. 

Vakin er athygli á því að auglýsing ferðakostnaðarnefndar um dagpeninga er á vefsíðu fjármálaráðuneytisins og er veffangið eftirfarandi: stjornarradid.is/ferdakostnadur.

Reykjavík, 31. október 2017  

Ferðakostnaðarnefnd


Úrskurðir yfirskattanefndar
30.10.2017
Úrskurður yfirskattanefndar nr 151/2017
Starfssamband
Vinnusamningur
Álag

Kærandi, sem var framkvæmdastjóri X ehf. og eigandi helmings hlutafjár í félaginu, starfaði einnig fyrir félagið á vegum eigin einkahlutafélags, R ehf., vegna ráðgjafar við sölu- og markaðsmál. Ríkisskattstjóri taldi að greiðslur X ehf. til R ehf. vegna þessara verkefna kæranda væru í raun sprottnar af vinnusambandi kæranda við X ehf. þannig að virða bæri þær sem launatekjur er tilheyrðu kæranda en ekki R ehf. Yfirskattanefnd tók undir með ríkisskattstjóra að seld þjónusta í nafni R ehf. hefði verið fólgin í viðvarandi viðfangsefnum í almennum rekstri X ehf., en ekki einstökum og tímabundnum verkefnum á neinn hátt. Um hefði verið að ræða aðalstarf kæranda þau ár sem málið tók til samhliða launuðu starfi hans hjá X ehf. og næsta óljós skil verið milli umræddra verkefna og framkvæmdastjórastarfs kæranda hjá félaginu. Þá hefði verið um að ræða fastar, mánaðarlegar greiðslur X ehf. til R ehf. vegna starfanna sem ekki hefðu verið tengdar árangri eða afköstum að neinu leyti. Var fallist á ályktun ríkisskattstjóra um að virða bæri samningssambandið sem vinnusamning en ekki verksamning og að starfssambandið teldist hafa verið milli 
starfssambandið teldist hafa verið milli kæranda sjálfs og X ehf. Kröfu kæranda um niðurfellingu 25% álags var hafnað. 

Úrskurður yfirskattanefndar nr 154/2017
Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar
Framleiðslukostnaður

Í máli þessu vegna kæru einkahlutafélags á ákvörðun nefndar um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar á Íslandi var deilt um hvort kostnaður vegna vaxtagjalda og kostnaður sem féll til erlendis gæti talist til framleiðslukostnaðar sjónvarpsþáttaraðar í skilningi laga nr. 43/1999 sem myndaði stofn til endurgreiðslu samkvæmt þeim lögum. Fram kom í úrskurði yfirskattanefndar að það væri skilyrði fyrir endurgreiðslu kostnaðar að hann félli til á Evrópska efnahagssvæðinu. Varðandi hin umþrættu vaxtagjöld kom fram að um væri að ræða reiknaða vexti af lánveitingu frá framleiðslufyrirtækinu X ehf., móðurfélagi kæranda, til Y ehf., dótturfélags kæranda. Þóttu ekki efni til að líta öðruvísi á hið umdeilda lán en sem fjárframlag X ehf. til framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar eða sem stofnfé til Y ehf. Var kröfum kæranda hafnað. 


Úrskurður yfirskattanefndar nr 155/2017
Erfðafjárskattur
Fyrirframgreiddur arfur

Kærandi fékk fasteign sem fyrirframgreiddan arf frá foreldrum sínum. Í málinu var deilt um hvort heimilt væri að draga áhvílandi veðskuldir á fasteigninni frá skattstofni erfðafjárskatts vegna hins fyrirframgreidda arfs. Yfirskattanefnd taldi lagaheimild skorta fyrir frádrætti skulda arfláta frá skattstofni erfðafjárskatts vegna fyrirframgreiðslu arfs. Var kröfu kæranda því hafnað. 


Úrskurður yfirskattanefndar nr. 158/2017 
Erfðafjárskattur
Almenningsheill
Gildistaka skattalagabreytinga

Ágreiningur í máli þessu laut að því hvort kærandi, sem var sjóður á vegum kapellu, væri undanþeginn greiðslu erfðafjárskatts sem félagasamtök eða sjálfseignarstofnun sem starfaði að almenningsheillum í skilningi 5. mgr. 1. gr. laga nr. 14/2004. Þá var einnig deilt um hvort byggt yrði á umræddu ákvæði sökum þess að skattandlag í málinu varðaði arf eftir mann sem féll frá áður en ákvæðið tók gildi þótt skiptum dánarbúsins væri enn ólokið og ákvörðun erfðafjárskatts hafði ekki farið fram. Í úrskurði yfirskattanefndar var bent á að samkvæmt skipulagsskrá fyrir kæranda væri tilgangur kapellusjóðsins kirkjulegur og að nokkru leyti menningarlegur. Þá þótti engin ástæða til að draga í efa að almenningur hefði bæði aðgang að kapellunni og kirkjustæði hennar og gæti fengið notið almennra kirkjulegra athafna í kapellunni. Var fallist á með kæranda að sjóðurinn starfaði að almenningsheillum í skilningi laga. Þá þótti bera að líta svo á, m.a. með hliðsjón af dómi Hæstaréttar Íslands 2. desember 2004 í máli nr. 465/2004, að undanþáguákvæði 5. mgr. 1. gr. laga nr. 14/2004 næði til allra þargreindra tilvika þegar erfðafjárskattur hefði ekki verið ákvarðaður fyrir gildistöku ákvæðisins þann 1. janúar 2016. Var því fallist á að kæranda bæri ekki skylda til greiðslu erfðafjárskatts af arfshluta sínum úr dánarbúi manns sem andast hafði í júlí 2015. 

Sjá úrskurði hérFinna bókara
Nanna Hreinsdóttir
Sími
5685730
Netfang
nanna(hjá)unbokhald.is
Aldís Olga Jóhannsdóttir
Sími
4552507
Netfang
aldis(hjá)hagsaeld.is