Heim  >  Fréttir  //  Skattadagur FLE 2020 17.janúar 2019

FRÉTTIR

Skattadagur FLE 2020 17.janúar 2019

Sjá nánar hér 
Leita í fréttum Frá árinu: Leitarorð:
Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15  ... Næsta 
 • xx
  Skil á skattframtölum og skilamáta 2020
  11.2.2020
  AUGLÝSING frá ríkisskattstjóra um skil á skattframtölum og skilamáta skattframtala vegna álagningar opinberra gjalda á árinu 2020 á tekjur ársins 2019 og upplýsinga um eignir og skuldir í lok þess árs. Skilafrestir. 1. gr. Framtölum einstaklinga skal skila rafrænt á vefsíðunni  skattur.is  til Skattsins eigi síðar en 10. mars 2020. Hið sama á við um skil á framtölum vegna þeirra einstaklinga sem látist hafa á árinu 2019. Unnt er að sækja um aukinn skilafrest á vefsíðunni  skattur.is . Lengdum skilafresti einstaklinga lýkur 13. mars 2020. 2. gr. Framtalsskyldir lögaðilar skulu skila framtali rafrænt á vefsíðunni  skattur.is . Stærri lögaðilar skulu skila eigi síðar en 31. maí 2020, og sama á við um minni lögaðila, sem ekki eru skráðir á skilalista fagaðila sem annast mun skil á skattframtali. Skattframtölum fyrir dánarbú, þar sem skiptum hafði ekki verið formlega lokið í árslok 2018, skal skila til Skattsins eigi síðar en 31. maí 2020. Fagaðilum sem annast framtalsskil fyrir  minni  lögaðila samkvæmt skráningu viðskiptamanna á skilalista á vef Skattsins er heimilt á árinu 2020 að skila skattframtölum umbjóðenda sinna allt til 2. október nk., enda sé skattframtölum skilað jöfnum höndum, sbr. 5. gr. Með  minni lögaðilum  er átt við lögaðila sem eru með veltu undir 600 milljónum kr. og eignir undir 300 milljónum kr. Til stærri lögaðila teljast því eðli máls samkvæmt þeir sem eru yfir framangreindum mörkum. Gera skal grein fyrir rekstri sameignarfélaga, sem eru ósjálfstæðir skattaðilar, með framtölum eigenda. Skráningu á viðskiptamönnum fagaðila á skilalista skal lokið á vef Skattsins fyrir 28. febrúar 2020. 3. gr. Þeir lögaðilar, sem fengið hafa heimild til að hafa annað reikningsár til skattskila en almanaks­árið, skulu skila framtali rafrænt á vefsíðunni  skattur.is  eigi síðar en 5 mánuðum eftir lok reikn­ings­árs. 4. gr. Þeir framteljendur sem af óviðráðanlegum ástæðum geta ekki skilað framtali sínu innan ofan­greindra fresta, svo sem vegna veikinda eða tilfallandi dvalar erlendis, skulu skila framtali sínu svo fljótt sem auðið er, rafrænt á vefsíðunni  skattur.is , og gera grein fyrir ástæðum síðbúinna skila með athugasemd á skattframtalinu. 5. gr. Skil endurskoðenda, lögmanna, viðurkenndra bókara eða fyrirtækja fagaðila, sem í atvinnuskyni annast bókhald og framtalsskil fyrir viðskiptavini sína, sæta sérstökum skilmálum, sem birtir eru fag­aðilum árlega. Skilmálar þessir um skil umfram almenna fresti ráðast m.a. af fyrri efndum og taka þannig einungis til þeirra aðila sem stóðu við jöfn og reglubundin skil skattframtala fyrir lok skila­frests á fyrra ári. Með jöfnum skilum er átt við jöfn skil frá upphafsdegi skila til lokadags, þ.e. 1. febrúar til 2. október nk. Áréttað skal að hámark skila í júlí og ágúst skal aldrei fara fram úr 20% hvorn mánuð fyrir sig. Þá mega skil í september ekki fara fram úr 20%. Veruleg frávik frá settum skil­málum leiða til þess að viðkomandi fagaðili - óháð breytingu á því rekstrarformi sem starfað er undir - fær ekki framlengdan frest til skila ári síðar. Fagaðili, sem brotið hefur skilmála við skil á fyrra ári, er því bundinn af því að skila skattframtölum viðskiptavina sinna í almennum skilafresti á næstkomandi álagningarári, ella munu þau framtöl teljast of seint framkomin og sæta því eftir atvikum kærumeðferð skv. 2. mgr. 95. gr. tekjuskattslaga. Form og skilamáti framtala 6. gr. Einstaklingar skulu gera grein fyrir tekjum sínum á árinu 2019 og eignum í lok þess árs með eftir­farandi hætti á skattframtali 2020: a) Á rafrænu skattframtali 2020 (RSK 1.01) á þjónustusíðu á vefsíðunni  skattur.is . b) Með dulrituðu og undirrituðu skeyti úr framtalsforritum 2020, sem vottuð hafa verið af ríkisskattstjóra. c) Á skattframtali 2020 (erlendir starfsmenn) RSK 1.10 (enska) eða RSK 1.13. Rafrænu skattframtali einstaklings í atvinnurekstri skal fylgja ársreikningur auk tilskilinna raf­rænna fylgiskjala, sbr. 7. gr. 7. gr. Einstaklingar, sem stunduðu atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi á árinu 2019, skulu með skatt­framtali sínu 2020 gera grein fyrir tekjum sínum og eignum tengdum rekstri á neðangreindum formum er fylgja skulu skatt­framtali 2020: a) Séu tekjur (velta) undir kr. 1.000.000 og eignir í rekstri engar eða óverulegar og fram­teljandi var jafnframt ekki með virðisaukaskattsnúmer á árinu 2019 skal skila rekstrar­yfirlitinu RSK 4.10. b) Sé velta á bilinu kr. 1.000.000 til kr. 20.000.000 skal skila rekstrarskýrslu RSK 4.11 ásamt viðeigandi fylgiskjölum, enda sé ekki um að ræða samrekstur, fráviksaðferðir í reiknings­haldi eða byggingastarfsemi, þar sem beitt er verklokaaðferð. Réttilega útfyllt rekstraryfirlit RSK 4.11, sem uppfyllir jafnframt öll skilyrði III. kafla laga um bókhald, telst fullnægjandi ársreikningur í þessu tilliti. Sé eðli starfseminnar hins vegar þannig að sundurliðun á tekjum, gjöldum, eignum og skuldum samkvæmt RSK 4.11 gefi ekki skýra mynd af henni, s.s. sundur­liðun helstu tekna- og kostnaðarliða, skal sérstakur ársreikningur fylgja framtali ásamt RSK 4.11. c) Sé velta yfir kr. 20.000.000 eða um er að ræða samrekstur, fráviksaðferðir í reikningshaldi eða byggingastarfsemi, þar sem beitt er verklokaaðferð, skal skila rekstrarframtali RSK 1.04 ásamt ársreikningi og viðeigandi rafrænum fylgiskjölum. d) Ef einstaklingur á eignarhlut eða er ráðandi aðili í félagi (CFC) í lágskattaríki, skal gera grein fyrir slíkum eignarhlut og tekjum af honum á sérstakri skýrslu, RSK 4.25, í framtals­skil­unum. e) Ef maður gerir út skip eða bát, sem stundar fiskveiðar, skal gera grein fyrir aflaverðmæti og aflamagni pr. fisktegund og heildarkostnaði við útgerð viðkomandi skips eða báts á sér­stöku yfirliti, RSK 4.29, í framtalsskilunum. 8. gr. Vegna búrekstrar skulu neðangreindar skýrslur fylgja rafrænu skattframtali einstaklings eða lög­aðila: a) Skattframtali einstaklings skal fylgja landbúnaðarskýrsla RSK 4.08, í stað RSK 1.04 eða RSK 4.11. b) Skattframtali lögaðila RSK 1.04, sbr. 9. gr., skal fylgja yfirlit vegna landbúnaðar RSK 4.07. 9. gr. Lögaðilar skulu gera grein fyrir tekjum sínum á árinu 2019 og eignum í lok þess árs með eftir­farandi hætti: a) Á rafrænu skattframtali 2020 (RSK 1.04) á þjónustusíðu á vefsíðunni  skattur.is . b) Með dulrituðu og undirrituðu skeyti úr framtalsforritum 2020, sem vottuð hafa verið af ríkis­skattstjóra. c) Lögaðilar, sem telja sig undanþegna skattskyldu skv. 4. tölul. 4. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, eiga þrátt fyrir það að skila skattframtali 2020 í samræmi við ofanritað. d) Lögaðilar, sem undanþegnir eru skattskyldu skv. 4. gr. tekjuskattslaga, þó að frátöldum aðilum skv. 4. tölul. 4. gr., sbr. c-lið, eiga ekki að skila skattframtali lögaðila RSK 1.04 vegna tekjuskatts, en beri þeim að standa skil á öðrum sköttum og gjöldum við álagningu 2020, þá skal það gert í rafrænum skilum á framtalsforminu RSK 1.06. e) Þeir lögaðilar sem eiga í viðskiptum við tengda aðila (e. transfer pricing) og falla undir ákvæði um skjölunarskyldu skv. 5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, skulu staðfesta skjöl­unar­­skylduna og skila með framtalinu forminu RSK 4.28. f) Ef framteljandi á eignarhlut eða er ráðandi aðili í félagi (CFC) í lágskattaríki, skal gera grein fyrir slíkum eignarhlut og tekjum af honum á sérstakri skýrslu, RSK 4.25, í framtals­skil­unum. g) Ef framteljandi gerir út skip eða bát, sem stundar fiskveiðar, skal gera grein fyrir afla­verðmæti og aflamagni pr. fisktegund og heildarkostnaði við útgerð viðkomandi skips eða báts á sérstöku yfirliti, RSK 4.29, í framtalsskilunum. Ársreikningi, þ.m.t. skýringum og sundurliðunum, og öðrum tilskildum fylgiskjölum lögaðila skal skilað á sama tíma og skattframtali og með sama hætti og því er skilað, þ.e. rafrænum. Skylda til að skila ársreikningi með skattframtali tekur þó ekki til þeirra  örfélaga , sem nýta sér heimild til að skila efnahags- og rekstraryfirliti til ársreikningaskrár skv. 1. gr. reglugerðar nr. 974/2016, um fram­setningu og innhald ársreikninga örfélaga byggt á skattframtölum („Hnappurinn“). 10. gr. Auglýsing þessi er birt skv. 90. og 93. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og tekur þegar gildi. Reykjavík, 27. janúar 2020. Snorri Olsen  ríkisskattstjóri.
 • xx
  Ráðstefna Félags bókhaldsstofa
  4.2.2020
  Vorráðstefna haldin á Grand hótel 21. Febrúar 2020 Dagskrá                       Kl. Föstudagur 21. febrúar 2020: Fyrirlesari   9.00 Ríkisskattstjóri   Snorri Ólsen   9.30 Breytingar á framtali 2020   Haraldur Hansson 10.00 Kaffihlé         10.15 Reiknað endurgj einstaklingar/ráðandi í ehf. Fulltrúi RSK (Elín Alma) 11.00 Gildi skannaðra skjala skv. bókhaldslögum Bjarni Lárusson 12.00 Matarhlé                     13.00 Nýir úrskurðir og dómar   Vala Valtýsdóttir 14.15 Breytingar á lögum og reglum Guðrún Björg Bragadóttir 14.45 Samanburður Reglu og DK   Inga Jóna Óskarsdóttir 15.00 Raunverulegir eigindur   Þórdís hjá Deloitte. 15.30 Kaffihlé                                 15.45 Aðalfundur         17.00 Fundarlok         Ráðstefnugjald 16.000 fyrir félagsmenn, 18.000 fyrir utanfélagsmenn. Þetta sé birt með fyrirvara um breytingar Skráning sjá excelskjal og sendist á  info@fbo.is Verð félagsmenn : 16.000,- Verð utan félags:   18.000,-
 • xx
  Haustráðstefna Félag bókhaldsstofa
  23.10.2019
  Haustráðstefna Félags bókhaldstofa Haldin á Hótel Hamar við Borgarnes 8.-9.nóvember  2019   Dagskrá Föstudagur 8. nóvember: Kl.  9.00   Setning - kynning dagskrár og ráðstefnustjóra. Formaður FBO Kl.  9.05  Réttur/skylda kjörinna skoðunarmanna. Halldór Ingi Pálsson Kl. 10.00 Kaffihlé Kl. 10.10 Innganga í Samtök verslunar og þjónustu. Þóranna og Ingibjörg frá SVÞ Kl. 11.00 Skattfrádráttur vegna nýsköpunar. Guðlaug Guðjónsdóttir frá RSK. KL. 12.00 Hádegisverður kl. 13.00 Nýjar lagabreytingar og dómar. Kl. 14.00 Gildi skannaðra skjala sbr. lög um bókhald. Kl. 14.30 Skattrannsóknastjóri – kynning stofnunar. Bryndís Kristjánsdóttir. Kl. 15.00 Uniconta bókhaldsforrit. Kynning. Fulltrúi frá Uniconta. Kl. 15.30 Kaffihlé Kl. 15.45 Tekjuskattskuldbindg ofl. Stefán Svavarsson. Kl. 16.45 Fundi frestað til morguns. Kl. 19.00 Kvöldverður – kvöldvaka.   Laugardagur 9. nóvember: Kl.  9.00   Hagræðing við framtalsgerð. Rannveig Lena Gísladóttir.  Kl.  9.15  Vinnubrögð við afstemmingar - . Rannveig Lena og Inga Jóna leiða umræður.  Kl. 10.00 Kaffihlé Kl. 10.10 Þróun DK hugbúnaðar. Fulltrúi frá DK Kl. 11.10 Bókhald eftir gjaldþrotaskipti. KL. 12.00 Hádegisverður kl. 13.00 Bókhaldsforrit í notkun, könnun. Sigurjón Bjarnason Kl. 13.15 Mannleg samskipti. Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun.. Kl. 15.15 Ráðstefnulok.. Þáttökugjald: Sjá skráningarblað. Skráning: email:  info@fbo.is Skráningablað  hér.      
 • xx
  Haustráðstefna FB
  27.9.2019
  Haustráðstefna Félag bókhaldsstofa verður haldin á Hótel Hamri Borgarnesi 8 og 9 nóv. n.k. Árshátið félagsins verður á föstudagskvöldinu, dagskrá kemur síðar, TAKIÐ DAGANA FRÁ.
 • xx
  RSK opnar netspjall að nýju
  30.3.2019
  27.3.2019 Ríkisskattstjóri hefur það að markmiði að veita sem besta þjónustu. Liður í því er að veita þjónustu í gegnum netspjall.  Ríkisskattstjóri hefur um nokkurra ára skeið boðið upp á þjónustu í gegnum netspjall en því þurfti að loka á síðasta ári til að uppfylla ítrustu kröfur laga um persónuvernd.    Hið nýja netspjall er aðgengilegt neðst í hægra horni allra síðna á rsk.is með því að smella á talblöðrurnar tvær. Utan hefðbundins opnunartíma breytast talblöðrurnar í spurningamerki og má þá finna svör við algengum spurningum.  https://www.rsk.is/um-rsk/frettir-og-tilkynningar/rsk-opnar-netspjall-ad-nyju                                                                                                                                                                                                                       
 • xx
  Úrskurðir yfirskattanefndar Söluhagnaður CFC reglu
  20.3.2019
  Af vef yskn. https://yskn.is/   Úrskurður nr. 37/2019 CFC-reglur Eignatekjur Álag Í máli þessu var ágreiningur um skattlagningu kæranda, sem var hlutafélag, vegna óbeins eignarhalds félagsins að lögaðilum á lágskattasvæði, þ.e. á eyríkinu Antígva og Barbúda í Karíbahafi. Yfirskattanefnd benti á að viðeigandi reglur gerðu engan greinarmun á beinu og óbeinu eignarhaldi með tilliti til skattskyldu. Var því ekki fallist á með kæranda að sú staðreynd, að um óbeint eignarhald kæranda var að ræða í gegnum skráð félög á Færeyjum, skákaði kæranda undan gildissviði reglnanna. Kærandi hélt því fram að félagið hefði losnað undan skattskyldu vegna hinna erlendu félaga með tilkomu upplýsingaskiptasamnings milli Íslands og Antígva og Barbúda sem gerður var á árinu 2012. Ekki var fallist á það þar sem talið var að það skilyrði undanþáguákvæðis 1. tölul. 4. mgr. 57. gr. a laga nr. 90/2003, að tekjur lögaðila í lágskattaríki væru ekki að meginstofni til eignatekjur, væri ekki uppfyllt í tilviki félaganna á Antígva og Barbúda sem höfðu með höndum eignarhald og þurrleigu kaupskipa. Í málinu var einnig deilt um frádrátt rekstrartaps vegna hinna erlendu félaga, þ.e. hvort kæranda væri heimilt við uppgjör tekna til skattlagningar vegna þeirra að jafna tapi af rekstri einstakra félaga á móti hagnaði af rekstri annarra félaga. Yfirskattanefnd féllst á með ríkisskattstjóra að eftir breytingar sem gerðar voru á 57. gr. a laga nr. 90/2003 með 1. gr. laga nr. 45/2013 væri eingöngu heimilt að færa tap af rekstri lögaðila á lágskattasvæði á móti hagnaði viðkomandi lögaðila sem síðar kynni að koma til skattlagningar í hendi hins innlenda skattaðila. Var kröfum kæranda hafnað, þar með talið kröfu um niðurfellingu eða lækkun 25% álags.  Úrskurður nr. 43/2019  Söluhagnaður hlutabréfa Stofnverð Álag Ríkisskattstjóri ákvarðaði kæranda skattskyldan söluhagnað vegna sölu hlutabréfa á árinu 2015, en hin seldu hlutabréf hafði kærandi fengið annars vegar afhent frá föður sínum sem fyrirframgreiddan arf á árinu 2004 og hins vegar sem arf að honum látnum á árinu 2010. Kröfu kæranda um niðurfellingu eða lækkun skattskylds söluhagnaðar hlutabréfanna var vísað frá yfirskattanefnd vegna vanreifunar. Var m.a. bent á að ríkisskattstjóri hefði vefengt með rökstuddum hætti tilgreint stofnverð hlutabréfanna í skattframtali kæranda árið 2016 og talið að stofnverð þeirra bæri að ákvarða jafnt nafnverði. Hefði kærandi ekki gert tölulegar athugasemdir við forsendur ríkisskattstjóra eða einstaka þætti þeirra heldur aðeins lýst almennum efasemdum um stofnverðið. Á hinn bóginn var fallist á kröfu kæranda um niðurfellingu 25% álags. Kom m.a. fram að varhugavert þætti að slá því föstu að kæranda hefði hlotið að vera ljóst að grunsamlegt væri um tilgreint stofnverð hlutabréfanna. 
Finna bókara
Jón Sv. Dagbjartsson
Sími
0
Netfang
jsd(hjá)simnet.is
Sigurjón Bjarnason, Ritari Fbo
Sími
4711171
Netfang
sb(hjá)skrifa.is