Heim  >  Fréttir  //  Nýjir í rekstri

FRÉTTIR

Nýjir í rekstri

Af vef rsk í dag:

Nýir í rekstri - ný síða á rsk.is

23.1.2019

Á vef ríkisskattstjóra er nú að finna samandregnar upplýsingar um ýmis atriði er snerta atvinnurekstur. Upplýsingarnar eru einkum hugsaðar fyrir þá sem eru nýir í rekstri, en efni síðunnar á þó einnig erindi til þeirra sem hafa lagt stund á atvinnurekstur um einhvern tíma. 

Síðan ber yfirskriftina „Nýir í rekstri“ og er þar meðal annars að finna upplýsingar um verktöku, hvaða tilkynningar standa ber skil á til ríkisskattstjóra sem og upplýsingar um gagna- og framtalsskil. Á síðunni eru tenglar inn á ítarefni og eyðublöð eftir því sem við á. 

Efninu er skipt í tvennt (tveir flipar undir heiti síðunnar); almennan hluta og „Spurt og svarað“. 

Þá ber þess að geta að ríkisskattstjóri heldur reglulega námskeið fyrir þá sem eru nýir í rekstri. Námskeið sem eru á döfinni eru auglýst á vef embættisins.


https://www.rsk.is/atvinnurekstur/ad-hefja-rekstur/stofna-rekstur/

DÆMI
Nýir í rekstri

 •  

.
Almennt

Eftirfarandi er almennt yfirlit yfir helstu atriðin sem þeir sem stunda atvinnurekstur þurfa að kunna skil á, ásamt tenglum á ítarefni. Rétt er að vekja athygli á því að í lok flestra kafla á vef ríkisskattstjóra er sérstakt ítarefni með tenglum á viðeigandi laga- og reglugerðarákvæði, eyðublöð og annað sem tengist umfjöllunarefni.

Umfjöllunin er fyrst og fremst miðuð við einstaklinga í eigin atvinnurekstri þó að vissulega eiga oftast sömu reglur við um atvinnurekstur í formi félaga. Mun víðtækari kröfur og formreglur gilda um atvinnurekstur í formi félaga og meiri kostnaður er við stofnun til slíks rekstrar.

Ríkisskattstjóri býður reglulega upp á námskeið sem eru sérstaklega ætluð þeim sem eru að hefja atvinnurekstur. Farið er yfir hagnýt atriði sem varða skattskil í rekstri, svo sem skyldur launagreiðanda í staðgreiðslu, tekjuskráningu og reikningaútgáfu, rekstrarkostnað og skattframtalið, auk þess sem fjallað er um virðisaukaskatt: útskatt og innskatt, skattskyldu, undanþágur, skattverð og fleira.

Námskeið í boði 

Verktaka

Atvinnurekandi er sá sem stundar sjálfstæða starfsemi með reglubundnum hætti að nokkru umfangi og í þeim tilgangi að hagnast. Taki hann að sér, gegn endurgjaldi, að vinna eða annast um tiltekið verk fyrir annan aðila, verkkaupa, og ábyrgist árangur verksins telst hann verktaki. Verktakar geta bæði verið félög og menn. Atvinnurekandi (verktaki) sem hefur fólk í vinnu (starfsmenn/launamenn) kallast einnig vinnuveitandi og ber tilteknar skyldur sem slíkur eins og nánar er rakið hér á eftir.

Ekki eru alltaf skýr mörk á milli þess hverjir teljast vera launamenn og hverjir verktakar. Hjá einstaklingi sem vinnur aðeins fyrir einn eða fáa ræðst það af eðli starfssambandsins við þann sem unnið er fyrir hvort hann telst vera verktaki eða starfsmaður/launamaður. Ríkisskattstjóri getur skorið úr um það í skattalegu tilliti. Þannig getur ríkisskattstjóri til dæmis hafnað umsókn um virðisaukaskattsnúmer með vísan til þess að umsækjandi teljist starfsmaður þrátt fyrir samning um verktakagreiðslur. Einnig getur hann metið starfssambandið eftir á og fært skattskil úr skilum rekstraraðila í skil launamanns með tilheyrandi endurákvörðun skatta auk viðurlaga.

Munurinn á verktaka og starfsmanni/launamanni

Verktakar taka að sér að vinna ákveðið verk fyrir fyrirfram ákveðið verð fyrir verkkaupa. Þeir vinna verk á eigin ábyrgð. Starfsmenn/launamenn eru ráðnir til starfa hjá vinnuveitanda þar sem þeir vinna undir stjórn hans og á ábyrgð hans gegn greiðslu launa.

Réttindi, skyldur og ábyrgð verktaka og starfsmanna eru ólík. Hér er umfjöllun afmörkuð við skyldur gagnvart skattyfirvöldum.

Skoðum hvernig þetta lítur út þegar maður ræður sig til starfa hjá öðrum aðila, þ.e. er starfsmaður/launamaður.


Skattar og gjöld sem starfsmaður greiðir (í gegnum staðgreiðsluskil sem vinnuveitandi annast):

 • Tekjuskattur.
 • Útsvar.
 • Iðgjald í lífeyrissjóð.


Gjöld sem vinnuveitandi greiðir vegna starfsmanna (launatengd gjöld):

 • Tryggingagjald.
 • Mótframlag í lífeyrissjóð.
 • (Fjársýsluskattur – eftir atvikum)


Ábyrgð vinnuveitanda:

 • Að halda eftir og standa skil á framangreindum sköttum og gjöldum í staðgreiðsluskilum sem starfsmanni ber að greiða.
 • Að standa skil á launatengdum gjöldum.


Dæmi um annað sem vinnuveitandi ber ábyrgð á:

 • Að færa bókhald.
 • Að gæta þess að tekjuskráning sé fullnægjandi – útgáfa sölureikninga eða nota sjóðvél.
 • Að gera upp reksturinn og skila niðurstöðum með skattframtali og til þess gerðum fylgiskjölum.
 • Að skila launa- og verktakamiðum að loknu rekstrarári/staðgreiðsluári hafi laun verið greidd eða verktakagreiðslur inntar af hendi.
 • Að greiða tekjuskatt af rekstrarhagnaði.
 • Að innheimta og standa skil á virðisaukaskatti ef starfsemin er virðisaukaskattsskyld.
 • Að innheimta og standa skil á gistináttaskatti ef starfsemin er gistináttaskattsskyld.


Vinnuveitendur þurfa að tilkynna sig inn á skrá hjá ríkisskattstjóra:

 • Launagreiðendaskrá: Vegna staðgreiðslu af tekjum starfsmanns ásamt tryggingagjaldi (og eftir atvikum fjársýsluskatti) og skil á launamiðum og launaframtali.
 • Virðisaukaskattsskrá: Ef starfsemi er virðisaukaskattsskyld.
 • Stofnskrá gistináttaskatts: Ef starfsemi er gistináttaskattsskyld.


Einstaklingur í sjálfstæðri starfsemi (verktaki) ber að reikna sér laun vegna þeirrar vinnu sem hann innir af hendi í rekstrinum. Sérstakar reglur gilda um þau lágmarkslaun sem honum ber að reikna sér. Reglurnar eru gefnar út á hverju ári þar sem fjárhæðir eru uppfærðar. Þar sem hann á að reikna sér laun ber honum að skrá sig á launagreiðendaskrá. Fer það svo eftir atvikum hvort hann eigi að skrá sig á aðrar skrár hjá ríkisskattstjóra.

Einstaklingur í sjálfstæðri starfsemi (verktaki) er að vissu leyti bæði í hlutverki vinnuveitanda og starfsmanns í skattalegu tilliti. Á það við óháð því hvort hann starfi einn í rekstrinum eða ekki. Þannig ber honum að greiða skatta af eigin launum, auk þess sem honum ber að greiða launatengd gjöld. Annað sem vinnuveitendur bera ábyrgð á samkvæmt yfirlitinu hér að framan er jafnframt á hans ábyrgð. Starfi aðrir við rekstur verktakans ber hann einnig að standa skil á áðurnefndum sköttum og gjöldum vegna launa þeirra.

Framangreindar reglur um laun í eigin rekstri eiga einnig við um einstakling sem starfar við atvinnurekstur sjálfstæðs félags (einkahlutafélags, sameignarfélags o.þ.h.) þar sem hann er ráðandi aðili vegna eignar- eða stjórnunaraðildar.

Nákvæmlega hvaða kröfur eru gerðar til verktaka hverju sinni ræðst af umfangi og eðli starfseminnar, s.s. hvort um er að ræða virðisaukaskattsskylda starfsemi og hvort standa beri skil á sköttum og gjöldum vegna reiknaðra launa í staðgreiðslu eða að tekjuári loknu.

Gerviverktaka

Það er grundvallarmunur á sambandi starfsmanna og vinnuveitenda annars vegar og verktaka og verkkaupa hins vegar. Réttindi, skyldur og ábyrgð verktaka og starfsmanna eru mismunandi og skattaleg meðferð tekna er að mörgu leyti ólík.

Það hvort samningur milli aðila er nefndur verktakasamningur eða vinnusamningur hefur ekki úrslitaáhrif um það hvort samningurinn feli í sér verktakasamning eða vinnusamning í raun. Hvað felst í samningi aðila ræðst af heildarmati á aðstæðum öllum. Ef nánari skoðun á samningi aðila og framkvæmd hans leiðir í ljós að í raun sé um að ræða vinnusamning þótt hann sé kallaður verktakasamningur er um gerviverktöku að ræða.

Ýmis atriði koma til skoðunar við mat á því um hvers konar samningssamband sé að ræða. Þau atriði hafa þó mismikið vægi. Samband aðila er skoðað með hliðsjón af samningnum og öllum kringumstæðum, m.a. framkvæmd samningsins. Hvert mál er því skoðað heildstætt þar sem sumt kann að benda til þess að um verktakasamband sé að ræða en annað til þess að um sé að ræða samband vinnuveitanda og starfsmanna/launamanna. Eftirfarandi eru dæmu um þau atriði sem skoðuð eru:

 • Innir viðkomandi verk af hendi fyrir einn aðila eða fleiri? – Verktakar taka að sér að vinna verk af tilteknum toga og bjóða almennt fram þjónustu sína á almennum markaði. Ef maður vinnur fyrir einn eða fáa bendir það frekar til þess að um vinnusamband sé að ræða en ekki verktakasamband.
 • Hver leggur til aðstöðu, verkfæri, efni? – Ef kaupandi þjónustu leggur til aðstöðu, verkfæri og efni, eru meiri líkur á því að um vinnusamning sé að ræða.
 • Er viðkomandi skyldur til að inna verk af hendi persónulega? – Verktakar taka að sér að inna ákveðið verk af hendi, en eru almennt ekki skyldugir til að inna verk af hendi persónulega þótt einhverjar undantekningar kunni að vera á því. Starfsmenn eru hins vegar skyldugir til að inna verk af hendi persónulega.
 • Hver ábyrgist árangur verks? – Verktakar ábyrgjast árangur þeirra verka sem þeir taka að sér. Vinnuveitendur ábyrgjast árangur verka sem starfsmenn þeirra inna af hendi.
 • Hver ber ábyrgð á tjóni? – Verktakar bera skaðabótaábyrgð valdi þeir tjóni við vinnu sína. Vinnuveitandi ber svokallaða vinnuveitandaábyrgð sem felur í sér að hann ber ábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur með saknæmum eða ólögmætum hætti á vinnutíma.
 • Hver hefur stjórnunarrétt, s.s. ákveður hvar, hvernig og hvenær vinnan er unnin? – Verktakar hafa mun meira sjálfdæmi um það en starfsmenn hvar, hvernig og hvenær verk er unnið.
 • Miðast greiðsla við árangur verks eða miðast greiðsla við tímaeiningu? – Almennt miðast greiðsla til verktaka við árangur verks en við tímaeiningu sé um launamann að ræða.

Í ýmsum úrskurðum yfirskattanefndar er fjallað um þau atriði sem koma til skoðunar þegar mat er lagt á það hvort samningur aðila teljist vinnusamningur eða verktakasamningur og eru þar að finna vísbendingar um vægi einstakra þátta sem nefnd eru hér að framan. Sem dæmi má nefna úrskurði nefndarinnar nr. 43/2016, 223/2013 og 41/2012.

Vefur yfirskattanefndar

Skattar manna í einstaklingsrekstri

Verktakar geta bæði verið félög (lögaðilar) og menn. Þegar menn eru verktakar er ýmist sagt að þeir séu í rekstri á eigin kennitölu, í einstaklingsrekstri, í eigin atvinnurekstri eða að þeir séu í sjálfstæðri starfsemi. Tekjur manna af sjálfstæðri starfsemi, þ.e. þegar reksturinn er ekki í félagi, eru skattlagðar með almennri skattprósentu á tekjur manna. Því er um að ræða sömu skatt- og útsvarsprósentu og vegna launa.

Rekstrarkostnaður

Þegar skattstofn er reiknaður er heimilt að færa rekstrarkostnað til frádráttar rekstrartekjum. Til rekstrarkostnaðar teljast bein útgjöld sem eiga á árinu að ganga til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við og það sem varið er til tryggingar og viðhalds á eignum sem bera arð í rekstrinum.

Almennur kostnaður vegna heimilis og fjölskyldu og annarra persónulegra þarfa er ekki frádráttarbær. Tilfallandi afnot af persónulegum munum skapar almennt ekki heimild til gjaldfærslu í rekstri. Sem dæmi má nefna að almennt er ekki fallist á gjaldfærslu kostnaðar vegna fatakaupa, enda hafa menn yfirleitt full persónuleg afnot af þeim. Á því eru þó undantekningar, t.d. vegna nauðsynlegs öryggis- og hlífðarfatnaðar.

Í fjölmörgum úrskurðum yfirskattanefndar er tekið á ýmsum álitaefnum varðandi rekstrarkostnað, þ.e. hvaða kostnað heimilt er að gjaldfæra og hvaða kostnað er ekki heimilt að gjaldfæra.

Af úrskurðum nefndarinnar er unnt að lesa hvaða sjónarmið almennt eru lögð til grundvallar mati á því hvort gjaldfærsla kostnaðar er heimil.

Vefur yfirskattanefndar

Tilkynningar til ríkisskattstjóra

Áður en rekstur hefst þarf að tilkynna um reksturinn til ríkisskattstjóra óháð því hvort hann er rekinn í félagi eða á kennitölu einstaklings (einstaklingsrekstur). Einnig þarf að tilkynna breytingar á rekstrinum eftir því sem við á sem og lok rekstrar.

Áður en rekstur hefst

Þeir sem eru að hefja atvinnurekstur verða, eftir atvikum, að skrá sig á eftirfarandi skrár hjá ríkisskattstjóra eigi síðar en 8 dögum áður en starfsemi hefst:

 • Launagreiðendaskrá: Rekstraraðilum er skylt að halda eftir og standa skil á staðgreiðslu af tekjum launamanna og af reiknuðum launum (reiknuðu endurgjaldi) ásamt tryggingagjaldi og eftir atvikum fjársýsluskatti.
 • Virðisaukaskattsskrá: Eingöngu þeir sem eru í virðisaukaskattsskyldri starfsemi eiga að tilkynna sig til skráningar.

Aðrar skrár:

 • Gistináttaskattsskrá: Þeir sem selja gistináttaeiningar eiga að tilkynna um starfsemi sína áður en hún hefst. Gistináttaeining er leiga á gistiaðstöðu í allt að einn sólarhring, þ.m.t. yfir nótt. Ekki á að leggja gistináttaskatt á sölu gistingar sem ekki ber virðisaukaskatt.
 • Fjármagnstekjuskattsskrá: Þeir sem eru skyldir til að halda eftir og skila staðgreiðslu skatts af vaxtatekjum þurfa að senda tilkynningu um það til ríkisskattstjóra. Félög með takmarkaða ábyrgð félagsmanna ber öllum að halda eftir og skila staðgreiðslu af arði og því ekki þörf á að tilkynna sig sérstaklega á skrá vegna arðgreiðslna. Ríkisskattstjóri setur félög á skrá við stofnun þeirra.

Rétt er að geta þess að þeir sem stunda atvinnurekstur og reikna sér laun eða greiða laun til starfsmanna/launamanna þurfa sjálfir að tilkynna starfsemina til viðeigandi lífeyrissjóðs og annast greiðslur.

Nánar um launagreiðendaskrá
Nánar um virðisaukaskattsskrá
Nánar um aðrar skrár
Tilkynning til launagreiðenda- og virðisaukaskattsskrár (RSK 5.02)

Ef til stendur að reka starfsemina í félagi t.d. einkahlutafélagi þarf að stofna félagið hjá fyrirtækjaskrá. Hægt er að ganga frá nýskráningu einkahlutafélaga rafrænt.

Leiðbeiningar um nýskráningu einkahlutafélaga og breytingar á skráningu

Unnt er að færa einstaklingsrekstur yfir í einkahlutafélag. Sérstakar reglur gilda þegar einkahlutafélag er stofnað með yfirtöku einstaklingsreksturs. Færa verður einstaklingsrekstur yfir í einkahlutafélag á fyrstu fjórum mánuðum ársins svo yfirfærslan hafi ekki í för með sér skattalegar afleiðingar.

Verklagsreglur um stofnun einkahlutafélags með yfirtöku einstaklingsreksturs

Á meðan á rekstri stendur

Tilkynna skal um breytingar á rekstri innan 8 daga frá því að breyting var gerð. Ef breytingar eru gerðar á virðisaukaskattsskyldri starfsemi eða hætt er við hana skal tilkynna um það til ríkisskattstjóra. Einnig ber að tilkynna breytingar á fjárhæð reiknaðra launa (reiknaðs endurgjalds) til launagreiðendaskrár. Sama eyðublað er notað og þegar aðilar tilkynna sig inn á launagreiðenda- og/eða virðisaukaskattsskrá.

Tilkynning til launagreiðenda- og virðisaukaskattsskrár (RSK 5.02)

Þegar starfsemi er í einkahlutafélagi ber að tilkynna ýmsar breytingar til fyrirtækjaskrár. Sem dæmi má nefna breytingar á nafni, lögheimili, stjórn, tilgangi, prókúruhafa og framkvæmdastjóra. Tilkynna verður um breytingar innan mánaðar frá ákvörðun. Sérstakar reglur gilda um hlutafjárhækkanir.

Leiðbeiningar um breytingar á skráningu einkahlutafélags

Í lok rekstrarI:

Leita í fréttum Frá árinu: Leitarorð:
Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15  ... Næsta 
 • xx
  Skil á skattframtölum og skilamáta 2020
  11.2.2020
  AUGLÝSING frá ríkisskattstjóra um skil á skattframtölum og skilamáta skattframtala vegna álagningar opinberra gjalda á árinu 2020 á tekjur ársins 2019 og upplýsinga um eignir og skuldir í lok þess árs. Skilafrestir. 1. gr. Framtölum einstaklinga skal skila rafrænt á vefsíðunni  skattur.is  til Skattsins eigi síðar en 10. mars 2020. Hið sama á við um skil á framtölum vegna þeirra einstaklinga sem látist hafa á árinu 2019. Unnt er að sækja um aukinn skilafrest á vefsíðunni  skattur.is . Lengdum skilafresti einstaklinga lýkur 13. mars 2020. 2. gr. Framtalsskyldir lögaðilar skulu skila framtali rafrænt á vefsíðunni  skattur.is . Stærri lögaðilar skulu skila eigi síðar en 31. maí 2020, og sama á við um minni lögaðila, sem ekki eru skráðir á skilalista fagaðila sem annast mun skil á skattframtali. Skattframtölum fyrir dánarbú, þar sem skiptum hafði ekki verið formlega lokið í árslok 2018, skal skila til Skattsins eigi síðar en 31. maí 2020. Fagaðilum sem annast framtalsskil fyrir  minni  lögaðila samkvæmt skráningu viðskiptamanna á skilalista á vef Skattsins er heimilt á árinu 2020 að skila skattframtölum umbjóðenda sinna allt til 2. október nk., enda sé skattframtölum skilað jöfnum höndum, sbr. 5. gr. Með  minni lögaðilum  er átt við lögaðila sem eru með veltu undir 600 milljónum kr. og eignir undir 300 milljónum kr. Til stærri lögaðila teljast því eðli máls samkvæmt þeir sem eru yfir framangreindum mörkum. Gera skal grein fyrir rekstri sameignarfélaga, sem eru ósjálfstæðir skattaðilar, með framtölum eigenda. Skráningu á viðskiptamönnum fagaðila á skilalista skal lokið á vef Skattsins fyrir 28. febrúar 2020. 3. gr. Þeir lögaðilar, sem fengið hafa heimild til að hafa annað reikningsár til skattskila en almanaks­árið, skulu skila framtali rafrænt á vefsíðunni  skattur.is  eigi síðar en 5 mánuðum eftir lok reikn­ings­árs. 4. gr. Þeir framteljendur sem af óviðráðanlegum ástæðum geta ekki skilað framtali sínu innan ofan­greindra fresta, svo sem vegna veikinda eða tilfallandi dvalar erlendis, skulu skila framtali sínu svo fljótt sem auðið er, rafrænt á vefsíðunni  skattur.is , og gera grein fyrir ástæðum síðbúinna skila með athugasemd á skattframtalinu. 5. gr. Skil endurskoðenda, lögmanna, viðurkenndra bókara eða fyrirtækja fagaðila, sem í atvinnuskyni annast bókhald og framtalsskil fyrir viðskiptavini sína, sæta sérstökum skilmálum, sem birtir eru fag­aðilum árlega. Skilmálar þessir um skil umfram almenna fresti ráðast m.a. af fyrri efndum og taka þannig einungis til þeirra aðila sem stóðu við jöfn og reglubundin skil skattframtala fyrir lok skila­frests á fyrra ári. Með jöfnum skilum er átt við jöfn skil frá upphafsdegi skila til lokadags, þ.e. 1. febrúar til 2. október nk. Áréttað skal að hámark skila í júlí og ágúst skal aldrei fara fram úr 20% hvorn mánuð fyrir sig. Þá mega skil í september ekki fara fram úr 20%. Veruleg frávik frá settum skil­málum leiða til þess að viðkomandi fagaðili - óháð breytingu á því rekstrarformi sem starfað er undir - fær ekki framlengdan frest til skila ári síðar. Fagaðili, sem brotið hefur skilmála við skil á fyrra ári, er því bundinn af því að skila skattframtölum viðskiptavina sinna í almennum skilafresti á næstkomandi álagningarári, ella munu þau framtöl teljast of seint framkomin og sæta því eftir atvikum kærumeðferð skv. 2. mgr. 95. gr. tekjuskattslaga. Form og skilamáti framtala 6. gr. Einstaklingar skulu gera grein fyrir tekjum sínum á árinu 2019 og eignum í lok þess árs með eftir­farandi hætti á skattframtali 2020: a) Á rafrænu skattframtali 2020 (RSK 1.01) á þjónustusíðu á vefsíðunni  skattur.is . b) Með dulrituðu og undirrituðu skeyti úr framtalsforritum 2020, sem vottuð hafa verið af ríkisskattstjóra. c) Á skattframtali 2020 (erlendir starfsmenn) RSK 1.10 (enska) eða RSK 1.13. Rafrænu skattframtali einstaklings í atvinnurekstri skal fylgja ársreikningur auk tilskilinna raf­rænna fylgiskjala, sbr. 7. gr. 7. gr. Einstaklingar, sem stunduðu atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi á árinu 2019, skulu með skatt­framtali sínu 2020 gera grein fyrir tekjum sínum og eignum tengdum rekstri á neðangreindum formum er fylgja skulu skatt­framtali 2020: a) Séu tekjur (velta) undir kr. 1.000.000 og eignir í rekstri engar eða óverulegar og fram­teljandi var jafnframt ekki með virðisaukaskattsnúmer á árinu 2019 skal skila rekstrar­yfirlitinu RSK 4.10. b) Sé velta á bilinu kr. 1.000.000 til kr. 20.000.000 skal skila rekstrarskýrslu RSK 4.11 ásamt viðeigandi fylgiskjölum, enda sé ekki um að ræða samrekstur, fráviksaðferðir í reiknings­haldi eða byggingastarfsemi, þar sem beitt er verklokaaðferð. Réttilega útfyllt rekstraryfirlit RSK 4.11, sem uppfyllir jafnframt öll skilyrði III. kafla laga um bókhald, telst fullnægjandi ársreikningur í þessu tilliti. Sé eðli starfseminnar hins vegar þannig að sundurliðun á tekjum, gjöldum, eignum og skuldum samkvæmt RSK 4.11 gefi ekki skýra mynd af henni, s.s. sundur­liðun helstu tekna- og kostnaðarliða, skal sérstakur ársreikningur fylgja framtali ásamt RSK 4.11. c) Sé velta yfir kr. 20.000.000 eða um er að ræða samrekstur, fráviksaðferðir í reikningshaldi eða byggingastarfsemi, þar sem beitt er verklokaaðferð, skal skila rekstrarframtali RSK 1.04 ásamt ársreikningi og viðeigandi rafrænum fylgiskjölum. d) Ef einstaklingur á eignarhlut eða er ráðandi aðili í félagi (CFC) í lágskattaríki, skal gera grein fyrir slíkum eignarhlut og tekjum af honum á sérstakri skýrslu, RSK 4.25, í framtals­skil­unum. e) Ef maður gerir út skip eða bát, sem stundar fiskveiðar, skal gera grein fyrir aflaverðmæti og aflamagni pr. fisktegund og heildarkostnaði við útgerð viðkomandi skips eða báts á sér­stöku yfirliti, RSK 4.29, í framtalsskilunum. 8. gr. Vegna búrekstrar skulu neðangreindar skýrslur fylgja rafrænu skattframtali einstaklings eða lög­aðila: a) Skattframtali einstaklings skal fylgja landbúnaðarskýrsla RSK 4.08, í stað RSK 1.04 eða RSK 4.11. b) Skattframtali lögaðila RSK 1.04, sbr. 9. gr., skal fylgja yfirlit vegna landbúnaðar RSK 4.07. 9. gr. Lögaðilar skulu gera grein fyrir tekjum sínum á árinu 2019 og eignum í lok þess árs með eftir­farandi hætti: a) Á rafrænu skattframtali 2020 (RSK 1.04) á þjónustusíðu á vefsíðunni  skattur.is . b) Með dulrituðu og undirrituðu skeyti úr framtalsforritum 2020, sem vottuð hafa verið af ríkis­skattstjóra. c) Lögaðilar, sem telja sig undanþegna skattskyldu skv. 4. tölul. 4. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, eiga þrátt fyrir það að skila skattframtali 2020 í samræmi við ofanritað. d) Lögaðilar, sem undanþegnir eru skattskyldu skv. 4. gr. tekjuskattslaga, þó að frátöldum aðilum skv. 4. tölul. 4. gr., sbr. c-lið, eiga ekki að skila skattframtali lögaðila RSK 1.04 vegna tekjuskatts, en beri þeim að standa skil á öðrum sköttum og gjöldum við álagningu 2020, þá skal það gert í rafrænum skilum á framtalsforminu RSK 1.06. e) Þeir lögaðilar sem eiga í viðskiptum við tengda aðila (e. transfer pricing) og falla undir ákvæði um skjölunarskyldu skv. 5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, skulu staðfesta skjöl­unar­­skylduna og skila með framtalinu forminu RSK 4.28. f) Ef framteljandi á eignarhlut eða er ráðandi aðili í félagi (CFC) í lágskattaríki, skal gera grein fyrir slíkum eignarhlut og tekjum af honum á sérstakri skýrslu, RSK 4.25, í framtals­skil­unum. g) Ef framteljandi gerir út skip eða bát, sem stundar fiskveiðar, skal gera grein fyrir afla­verðmæti og aflamagni pr. fisktegund og heildarkostnaði við útgerð viðkomandi skips eða báts á sérstöku yfirliti, RSK 4.29, í framtalsskilunum. Ársreikningi, þ.m.t. skýringum og sundurliðunum, og öðrum tilskildum fylgiskjölum lögaðila skal skilað á sama tíma og skattframtali og með sama hætti og því er skilað, þ.e. rafrænum. Skylda til að skila ársreikningi með skattframtali tekur þó ekki til þeirra  örfélaga , sem nýta sér heimild til að skila efnahags- og rekstraryfirliti til ársreikningaskrár skv. 1. gr. reglugerðar nr. 974/2016, um fram­setningu og innhald ársreikninga örfélaga byggt á skattframtölum („Hnappurinn“). 10. gr. Auglýsing þessi er birt skv. 90. og 93. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og tekur þegar gildi. Reykjavík, 27. janúar 2020. Snorri Olsen  ríkisskattstjóri.
 • xx
  Ráðstefna Félags bókhaldsstofa
  4.2.2020
  Vorráðstefna haldin á Grand hótel 21. Febrúar 2020 Dagskrá                       Kl. Föstudagur 21. febrúar 2020: Fyrirlesari   9.00 Ríkisskattstjóri   Snorri Ólsen   9.30 Breytingar á framtali 2020   Haraldur Hansson 10.00 Kaffihlé         10.15 Reiknað endurgj einstaklingar/ráðandi í ehf. Fulltrúi RSK (Elín Alma) 11.00 Gildi skannaðra skjala skv. bókhaldslögum Bjarni Lárusson 12.00 Matarhlé                     13.00 Nýir úrskurðir og dómar   Vala Valtýsdóttir 14.15 Breytingar á lögum og reglum Guðrún Björg Bragadóttir 14.45 Samanburður Reglu og DK   Inga Jóna Óskarsdóttir 15.00 Raunverulegir eigindur   Þórdís hjá Deloitte. 15.30 Kaffihlé                                 15.45 Aðalfundur         17.00 Fundarlok         Ráðstefnugjald 16.000 fyrir félagsmenn, 18.000 fyrir utanfélagsmenn. Þetta sé birt með fyrirvara um breytingar Skráning sjá excelskjal og sendist á  info@fbo.is Verð félagsmenn : 16.000,- Verð utan félags:   18.000,-
 • xx
  Skattadagur FLE 2020 17.janúar 2019
  3.1.2020
  Sjá nánar hér 
 • xx
  Haustráðstefna Félag bókhaldsstofa
  23.10.2019
  Haustráðstefna Félags bókhaldstofa Haldin á Hótel Hamar við Borgarnes 8.-9.nóvember  2019   Dagskrá Föstudagur 8. nóvember: Kl.  9.00   Setning - kynning dagskrár og ráðstefnustjóra. Formaður FBO Kl.  9.05  Réttur/skylda kjörinna skoðunarmanna. Halldór Ingi Pálsson Kl. 10.00 Kaffihlé Kl. 10.10 Innganga í Samtök verslunar og þjónustu. Þóranna og Ingibjörg frá SVÞ Kl. 11.00 Skattfrádráttur vegna nýsköpunar. Guðlaug Guðjónsdóttir frá RSK. KL. 12.00 Hádegisverður kl. 13.00 Nýjar lagabreytingar og dómar. Kl. 14.00 Gildi skannaðra skjala sbr. lög um bókhald. Kl. 14.30 Skattrannsóknastjóri – kynning stofnunar. Bryndís Kristjánsdóttir. Kl. 15.00 Uniconta bókhaldsforrit. Kynning. Fulltrúi frá Uniconta. Kl. 15.30 Kaffihlé Kl. 15.45 Tekjuskattskuldbindg ofl. Stefán Svavarsson. Kl. 16.45 Fundi frestað til morguns. Kl. 19.00 Kvöldverður – kvöldvaka.   Laugardagur 9. nóvember: Kl.  9.00   Hagræðing við framtalsgerð. Rannveig Lena Gísladóttir.  Kl.  9.15  Vinnubrögð við afstemmingar - . Rannveig Lena og Inga Jóna leiða umræður.  Kl. 10.00 Kaffihlé Kl. 10.10 Þróun DK hugbúnaðar. Fulltrúi frá DK Kl. 11.10 Bókhald eftir gjaldþrotaskipti. KL. 12.00 Hádegisverður kl. 13.00 Bókhaldsforrit í notkun, könnun. Sigurjón Bjarnason Kl. 13.15 Mannleg samskipti. Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun.. Kl. 15.15 Ráðstefnulok.. Þáttökugjald: Sjá skráningarblað. Skráning: email:  info@fbo.is Skráningablað  hér.      
 • xx
  Haustráðstefna FB
  27.9.2019
  Haustráðstefna Félag bókhaldsstofa verður haldin á Hótel Hamri Borgarnesi 8 og 9 nóv. n.k. Árshátið félagsins verður á föstudagskvöldinu, dagskrá kemur síðar, TAKIÐ DAGANA FRÁ.
 • xx
  RSK opnar netspjall að nýju
  30.3.2019
  27.3.2019 Ríkisskattstjóri hefur það að markmiði að veita sem besta þjónustu. Liður í því er að veita þjónustu í gegnum netspjall.  Ríkisskattstjóri hefur um nokkurra ára skeið boðið upp á þjónustu í gegnum netspjall en því þurfti að loka á síðasta ári til að uppfylla ítrustu kröfur laga um persónuvernd.    Hið nýja netspjall er aðgengilegt neðst í hægra horni allra síðna á rsk.is með því að smella á talblöðrurnar tvær. Utan hefðbundins opnunartíma breytast talblöðrurnar í spurningamerki og má þá finna svör við algengum spurningum.  https://www.rsk.is/um-rsk/frettir-og-tilkynningar/rsk-opnar-netspjall-ad-nyju                                                                                                                                                                                                                       
Finna bókara
Kristinn Ketilsson
Sími
4626899
Netfang
kristinn(hjá)hagthjonustan.is
Barbara Wdowiak, ritari FB
Sími
4143200
Netfang
barbara(hjá)virtus.is